Velkomin á Grænuhlíð.

Grænahlíð er önnur af eldri deildum leikskólans. Á Grænuhlíð eru börn á aldrinum 3 - 6 ára. Á deildinni er mikið unnið með frjálsa leikinn. Börnin velja sér svæði til leikja og geta hætt leik og farið í annan þegar þau vilja, einu takmörkin eru fjöldi barna á svæðum.

Í leiknum geta þau valið að leika á deildinni þar sem er úrval leik- og námsefnis, snjalltæki, einingakubbar og heimaland. Í Gjánni geta þau valið holukubba, hlutverkaleik, málörvun, vísindi og stærðfræði. Útinám er í boði í vali tvisvar sinnum í viku. Í Gjánni sameinast þau börnum af Bláabergi. Á sumrin bætist við smíðakrókur þar sem þau smíða frjálst með verkfæri. Börnin fara markvisst í listasmiðju og hreyfisal einu sinni í viku. Í maí sameinast hópar úr listasmiðju og hreyfisal og vinna(leikur) barnanna færist út.

Börnunum er skipt niður í hópa eftir aldri, elsti árgangur kallast Stjörnuhópur, næst elsti Mánahópur og þriðji Sólarhópur. Barnahópnum er skipt í tvennt í samverustund annarsvegar Mánahópur og Sólarhópur og hinsvegar Stjörnuhópur. Í samverustund er meðal annars farið yfir veðurfræðing, farið í leiki, sungið, börnin tjá sig og læra að hlusta á aðra. Söngstund er skipulögð tvo daga í viku sem og Markviss málörvun. Aðra daga er farið í Hringekju sem er skipulögð verkefnastund. Öll börn fara í kyrrðarstund einu sinni í viku þar sem markvisst er unnið með rósemd og umhyggju. Skipulögð útivera er á hverjum degi.

Stjörnuhópur tekur þátt í verkefninu Brúum bilið sem er samstarfsverkefni skólanna í Grindavík. Börnin fara í reglulegar heimsóknir í skóla og stofnanir bæjarins og vinna ýmis verkefni í leikskólanum. Börnin í Stjörnuhóp fá 6 vikna K-Pals námskeið á haustönn og vorönn. K-Pals er aðferð sem þjálfar þau í hljóða- og stafaþekkingu.

Netfang Grænuhlíðar er graenahlid@skolar.is

Sjá má vordagskrá Stjörnuhóps Grænuhlíðar hér

Hér má sjá fréttir af deildinni okkar

© 2016 - Karellen