Nú í febrúar var tannverndarvika og í tilefni af henni var tannheilsa og tannhirða áberandi í starfi leikskólans. Rætt var um hvað er hollt og óhollt, plasttennur bustaðar og gerð ýmis verkefni varðandi tannheilsu. Kennarar brugðu á leik og sýndu frumsamið leikrit fyrir börnin...
Afmæli leikskólans var 5. febrúar síðastliðinn. Þann dag varð Heilsuleikskólinn Krókur 20 ára. Skipulögð var mikil hátíð yfir alla vikuna. Afmælisvikan hófst hjá okkur á að Leikhópurinn Lotta kom til okkar með skemmtilegt leikrit um Úlfinn, Rauðhettu og Grísina. Allir sk...
Á bóndadaginn síðastliðinn, 22. janúar, var haldið þorrablót í leikskólanum. Flestir mættu í þjóðlegum fatnaði, lopapeysu, lopasokkur, lopahúfu en í vikunni á undan höfðu börnin útbúið höfuðföt fyrir bóndadaginn. Þennan dag hittust allir í salnum okkar og var hver ...
Fimmtudaginn 10. desember kom brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik með sýninguna Pönnukakan hennar Grýlu í leikskólann til okkar í boði foreldrafélagsins. Sagan er unnin upp úr evrópskri þjóðsögu og segir frá hugvitsamri pönnuköku sem nær að flýja steikarpönnu Grýlu með það ...
Í síðustu viku fóru börnin á Króki í Kvikuna. Þau voru búin að útbúa fallegt skraut úr könglum sem þau hengdu á jólatré sem staðsett er þar. Eftir að börnin höfðu hengt skrautið sitt á tréð var þeim boðið upp á piparkökur og mandarínur. Starfsfólk Kvikunnar hve...
Eins og undanfarin ár tókum við þátt í verkefninu Jól í skókassa. Leitað var til foreldra leikskólabarnanna um efnivið í kassana og færum við foreldrum og börnum miklar þakkir fyrir framlag sitt. Markmið verkefnisins er að fá börn og foreldra til að gleðja börn í Úkraín...