news

Baráttudagur gegn einelti

20. 11. 2019

Vikuna 4.-8. nóvember síðastliðinn var unnið með forvarnarverkefnið Vináttu sem Barnaheill gefur út. Þetta er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir börn frá 0-9 ára. Við nýttum námsefnið sem fylgir verkefninu og lásum söguna Bangsinn hennar Bínu, notuðum nuddheftið, sungum lögin og notuðum samræðuspjöld sem fylgja með. Á föstudeginum 8. nóvember sem var baráttudagurinn gegn einelti var skrifað STOPP í lófann á börnunum til að kenna þeim að rétta lófann fram og segja stopp við því sem þau vilja ekki að sé gert þeim eða vinum þeirra. Bangsinn Blær er táknmynd þessa verkefnis og eiga öll börn í Heilsuleikskólanum Króki sinn bangsa sem huggar og styrkir börnin þegar þau þurfa. Einnig er stærri Blær staðsettur í Gjánni hjá okkur og hjá honum er hægt að sjá það gildi sem við erum að vinna með hverju sinni.

© 2016 - Karellen