Blær kennir börnum

20. 12. 2018

Í nóvember var skipulega unnið að forvörum gegn einelti í tilefni af Baráttudegi gegn einelti. Unnið var með námsefnið um Blæ bangsa sem er hannað sérstaklega til að stuðla að jákvæðum samskiptum, góðum skólabrag og koma í veg fyrir einelti. Námefnið er mjög gott verkfæri til forvarna.

Á skipulagsdeginum 28. nóvember fengu kennarar leikskólans enn betri fræðslu um þetta frábæra námsefni frá Lindu Hrönn Þórisdóttur, starfsmanni Barnaheilla, sem gefur út þetta námsefni.

Námsefnið er faglega unnið með ákveðin hugmyndafræði og gildi, sem flettast inn í allt skólastarf og einnig fylgja raunhæf verkefni fyrir börn, starfsfólk og foreldra. Aðaláherlan er á það sem við erum aldrei of oft minnt á: Verum góðar fyrirmyndir í orði og verki.

© 2016 - Karellen