news

Dagskrá Heilsuleikskólans Króks í hreyfivikunni

24. 05. 2019

27. maí – 2. júní 2019

Mánudagurinn 27. maí: Hreyfivikan hefst. Börn, foreldrar og kennarar eru hvattir til að hreyfa sig utan leikskólatíma/vinnutíma og setja svo bolta í blöðruna alla vikuna, sem tákn fyrir hreyfinguna. Blöðrunar eru í fataherberginu bæði yngra og eldra megin. Hreyfingin getur verið hvað sem er: göngutúr, boltaíþróttir, sund, útileikir o.fl.

Þriðjudagurinn 28. maí: Morgunjóga fyrir börn og foreldra kl. 08:15-08:30. Eftir jógastundina verður hafragrautshlaðborð þar sem ýmsar tegundir af meðlæti verða í boði með hafragrautnum.

Föstudagurinn 7. júní: Íþróttadagur Króks. Allir hlaupa víðavangshlaup kl. 10:15 og fá svo ávexti og vatn á skólalóðinni. Síðan verður boðið upp á hreyfistöðvar í garðinum. Allir velkomnir. Endum á hamborgaraveislu fyrir börnin.

© 2016 - Karellen