news

Dagur íslenskrar náttúru

15. 10. 2018

Í september héldum við upp á dag íslenskrar náttúru. Við tæmdum moltuna og tíndum rusl á lóðinni okkar. Einnig tókum við upp kartöflur og spínat úr garðinum okkar sem börn og foreldrar máttu taka með sér heim. Voru krakkarnir mjög dugleg að taka þátt og skemmtu sér vel. Einnig byrjuðum við á samgönguverkefni þar sem foreldrar, börn og starfsfólk var hvatt til að nota umhverfisvænan ferðamáta en þannig getum við spornað við loftlagsbreytingum. En loftlagsbreytingar og samgöngur er annað þemað af tveimur sem við munum vinna með næstu tvö skólaárin. Verkefnið gekk vel og voru allir duglegir að merkja sinn ferðamáta.

Í Aðalnámskrá leikskóla kemur fram að í leikskóla eiga börn að fá tækifæri til að vinna með sitt eigið vistspor, læra að meta náttúruna og umhverfið sitt og hvernig þau geta haft jákvæð áhrif á eigið umhverfi t.d. með því að nota umhverfisvæna ferðamáta.

© 2016 - Karellen