news

Dagur íslenskrar tungu

22. 11. 2021

lega höldum við upp á Dag íslenskrar tungu með því að hittast á sal og syngja skemmtileg lög sem börnin velja. Venjan er að bjóða foreldrum í heimsókn til okkar og horfa á okkur syngja. Í ár höfðum við fyrirkomulagið öðruvísi vegna samkomutakmarkana og horfðu börnin á hvort annað syngja. Í síðustu viku bökuðu börnin smákökur sem borðaðar voru í tilefni dagsins ásamt mandarínum og heitu súkkulaði.

Við höfum verið að leggja áherslu á lestur í leikskólanum undanfarna daga í tilefni Dags íslenskrar tungu. Lubbi er hundur sem hvetur okkur til að æfa okkur í málhljóðum og lestriog höfum við skráð heiti bóka sem lesnar eru á deildum á lubbabein og hengt þau upp á vegginn í Gjánni okkar. Þar gátu börnin fylgst með hve mörg bein/bækur hafa verið lesin.


© 2016 - Karellen