news

Dagur læsis

21. 09. 2020

Þriðjudaginn 8. september héldum við upp á Dag læsis. Ár hvert er haldið upp á þennan dag því Sameinuðu þjóðirnar Unesco gerðu hann að Alþjóðlegum Degi læsis árið 1966. Markmið með deginum er að fólk alls staðar úr heiminum er hvatt til að skipuleggja læsis- og lestrarviðburði. Á Króki lásum við bækur við ýmis tækifæri yfir daginn. Rannsóknir sýna að ef lesið er fyrir börn allt frá unga aldri eflir það málþroska þeirra og orðaforða og eykur þannig velgengni þeirra í námi síðar meir á ævinni. Því er mikilvægt að lesið sé fyrir börn daglega.

Að lesa fyrir börn:

eflir málþroska

eykur orðaforða

stuðlar að góðum lesskilningi

örvar ímyndunaraflið

vekur forvitni

eykur lestraráhuga

bætir einbeitingu

eflir vellíðan

eykur sjálfstraust

er fræðandi


© 2016 - Karellen