news

Dagur umhverfisins og Stóri plokkdagurinn

24. 04. 2020

25. apríl er Dagur umhverfisins og höfum við í leikskólanum ávallt farið og týnt rusl í okkar nánasta umhverfi í tengslum við þennan dag. Í ár hvetja þeir sem sjá um Facebook síðuna „Plokk á Íslandi“ alla til að fara út og plokka rusl í sínu umhverfi. Börnum þykir einstaklega gaman að fara og plokka rusl eins og sjá má á myndunum. Nokkur börn fóru í vikunni í Sjómannagarðinn og týndu þar rusl og fannst þeim leiðinlegt frá að hverfa því þau náðu ekki að klára því allir pokar fylltust mjög fljótt.

© 2016 - Karellen