news

Foreldranámskeiðið Uppeldi sem virkar

26. 02. 2020

Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar, er foreldranámskeið fyrir foreldra 0-7 ára barna. Námskeiðið verður haldið í fundarsal bæjarstjórnar í alls fjögur skipti. Kennt verður dagana 9., 16., 23. og 30 mars klukkan 17:00-19:00.

Þátttökugjald er kr. 4000 fyrir fjölskyldu. Innifalin eru námskeiðsgögn og Uppeldisbókin.
Upplýsingar og skráning: ingamaria@grindavik.is

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig er hægt að:

- Koma í veg fyrir hegðunarerfiðleika
- Hjálpa börnum að þróa með sér öryggi, sjálfstæði og jákvæðni
- Auka eigin styrkleika og færni í foreldrahlutverkinu
- Nota aga á jákvæðan og árangursríkan hátt
- Kenna börnum æskilega hegðun
-Takast á við venjuleg vandamál í uppeldi

Leiðbeinandi er Sigurlína Jónasdóttir leikskóla- og sérkennsluráðgjafi.

© 2016 - Karellen