news

Gengið til friðar á Króki

23. 12. 2019

Börn, foreldrar og starfsfólk gengu hina árlegu friðargöngu nú í desember til að boða frið á meðal manna. Gangan er hluti af samskiptastefnu skólans Rósemd og umhyggja og hefur það að markmiði að efla samkennd og boða jákvæðni, gleði og kærleika meðal okkar.

Gengið var yfir á Landsbankalóðina þar sem börn, foreldrar og kennarar sungu saman nokkur lög, gerðu hugleiðslu og mynduðu að lokum friðarsúlu með því að beina vasaljósum upp í himininn. Boðið var upp á heimabakaðar kringlur og heitt súkkulaði með rjóma eftir gönguna. Alltaf er gaman að sjá hversu margir foreldrar gefa sér tíma til að taka þátt.

Gleðileg friðarjól



© 2016 - Karellen