news

Hátíðarstemmning í Kvikunni

19. 11. 2020

Í síðustu viku fóru börnin á Króki í Kvikuna. Þau voru búin að útbúa fallegt skraut úr könglum sem þau hengdu á jólatré sem staðsett er þar. Eftir að börnin höfðu hengt skrautið sitt á tréð var þeim boðið upp á piparkökur og mandarínur. Starfsfólk Kvikunnar hvetur ömmur og afa, mömmur, pabba og aðra bæjarbúa til að kíkja til þeirra og skoða tréð og fína skrautið.

Við hlið jólatrésins er búið að stilla upp jólalegum myndavegg þar sem hægt er að taka skemmtilega fjölskyldumynd, systkina- eða vinamynd ef fólk vill nýta sér það. Þessar myndir er svo tilvalið að nota í jólakort og í jólakveðjur á samfélagsmiðlum.

© 2016 - Karellen