news

Heilsu- og forvarnarvika

19. 11. 2018

Í október tók Heilsuleikskólinn Krókur þátt í Heilsu- og forvarnarviku Suðurnesja. Þessa viku var áhersla á vettvangsferðir/ævintýraferðir með börnunum og miðvikudaginn 3.október buðum við foreldrum að taka þátt í skipulögðum leikjum á útisvæðinu. Leikirnir sem við fórum í voru: Það búa litlir dvergar og Stórfiskaleikur. Allir skemmtu sér vel eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Markmiðið með heilsu- og forvarnarviku er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa.








© 2016 - Karellen