news

Hjólað í vinnuna

07. 06. 2021

Hjólað í vinnuna var í ár frá 5. til 25. maí. Við getum með stolti sagt að við, Heilsuleikskólinn Krókur, lentum í 2. sæti í okkar starfsfjöldaflokki. Árið 2020 lentum við einnig í 2. sæti, sem er frábær árangur. Þetta er okkar leið til að hvetja starfsfólk, foreldra og börn til að nota umhverfisvænni samgöngur á leið í vinnu og leikskóla. Inni á deildum settu börnin upp myndir sem sýndu hvernig þau komu í leikskólann. Svo stefnum við auðvitað á 1. sæti á næsta ári.

© 2016 - Karellen