news

Höfundur les sögu sína Etna og Enok hitta jólasveinana

09. 12. 2019

Fyrir tveimur árum kom höfundurinn Sigríður Etna Marinósdóttir til okkar og las fyrir okkur úr nýútkominni bók “Etna og Enok fara í sveitina”. Gaman er að segja frá því að hún kom aftur færandi hendi og nú færði hún okkur aðra bók um systkinin, “Etna og Enok hitta jólasveinana”. Sigríður Etna las fyrir tvo elstu árgangana og fengu börnin póstkort með mynd úr bókinni til að taka með sér heim. Höfundur mynda er Freydís Kristjánsdóttir.

Bókin fjallar um systkinin Etnu og Enok og ævintýrin sem þau lenda í þegar þau reyna að grípa jólasveinana glóðvolga við gluggann.

Við þökkum höfundi kærlega fyrir upplesturinn og bókina en gaman er að segja frá því að hún er einnig foreldri hjá okkur.

© 2016 - Karellen