news

Hreyfing eflir sjálfstraust og kjark

04. 05. 2021

Í hreyfisal fá börnin að njóta sín í mismunandi hreyfingum. Þó að aðalmarkmið skólaársins sé að efla sjálfstraust og kjark þá taka hreyfistundirnar á mun fleiri þáttum. Þar er leikurinn lagður til grundvallar um leið og unnið er að því að auka jafnvægi, samhæfingu, styrk, þol, liðleika og fín- og grófhreyfingar.

Í maí byrjar útinám þar sem börnin fá að njóta sín í náttúrunni. Gönguferðir gefa fjölbreytta möguleika á margvíslegri hreyfingu og tækifæri til að ganga á ójöfnum flötum. Markmið útináms er að efla alhliða þroska barnsins og líkamsvitund þess.

© 2016 - Karellen