news

Íþróttadagur Króks 2020

18. 06. 2020

Í leikskólanum bjóðum við upp á markvisst hreyfiuppeldi þar sem lagður er grunnur að líkamlegri, andlegri og félagslegri vellíðan. Íþróttadagurinn er liður í því og miðvikudaginn 10. júní héldum við okkar árlega íþróttadag. Deginum var startað í sól og blíðu með víðavangshlaupi og þegar börnin komu í mark fengu þau vatnsflösku og ávexti. Á leikskólalóðinni voru svo í boði ýmsar leikstöðvar fyrir börnin og var mikið fjör. Eftir alla hreyfinguna og hamaganginn var boðið upp á hamborgara, grænmeti og vatn eða ávaxtadrykk.
© 2016 - Karellen