news

Jól í skókassa

06. 12. 2019

Í ár tókum við aftur þátt í verkefninu Jól í skókassa. Nú var ákveðið að leita til foreldra allra leikskólabarna og færum við foreldrum og börnum miklar þakkir fyrir framlag sitt. Markmið verkefnisins er að fá börn og foreldra til að gleðja börn í Úkraínu sem búa við sjúkdóma, fátækt og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir.

Nú í ár fórum við með 12 fullbúna jóla-skókassa og stóran poka af aukahlutum sem sjálfboðaliðar KFUM og KFUK munu nýta til að útbúa fleiri jóla-skókassa. Foreldrafélagið tekur þátt með því að borga sendingakostnaðinn við að senda kassana erlendis.



© 2016 - Karellen