news

Lærum og leikum með hljóðin námsefni að gjöf

19. 08. 2019

Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur hefur fært öllum leikskólum landsins að gjöf námsefni sem hún hefur gefið út undir heitinu Lærum og leikum með hljóðin. Hún fékk Marel, Lýsi, Ikea og hjónin Björgólf Thor og Kristínu Ólafsdóttur í lið við fyrirtæki sitt Raddlist um að gera þessa gjöf mögulega. Lærum og leikum með hljóðin kennir framburð hljóða, hljóðavitund og bókstafi, þjálfar hljóðkerfisþætti, eykur orðaforða og hugtakaskilning, auk þess að gefa fyrirmynd að setningagerð og mörgum málfræðiþáttum íslenskunnar. Er það von þeirra sem standa að verkefninu að með góða íslenskukunáttu og læsi í farteskinu aukist framtíðarmöguleikar og jöfnuður meðal allra barna sem alast upp á Íslandi. Þökkum við kærlega fyrir gjöfina.

© 2016 - Karellen