news

Lestrarátak Króks - Bókaormurinn

21. 05. 2019

Eins og undanfarin ár vorum við með lestrarátak í vor. Alltaf er jafn ánægjulegt að sjá hversu mikið er lesið heima fyrir börnin. Þetta árið voru 755 bækur í bókaorminum bæði íslenskir og erlendir bókatitlar. Því miður voru þetta eitthvað færri bækur sem voru lesnar í ár en á síðasta ári. Vinsælast var að lesa um Bjarnastaðabangsana sem var einnig vinsælust á síðasta ári og vinsælasta bókin var Buna brunabíll.

Við vorum einnigmeð Orðavegg í miðri Gjánni þar sem fólk gat sett orð sem komu fyrir í bókunum og komu mörg skemmtileg orð á vegginn.

Sumarið 2018 gaf Menntamálastofnun út skemmtilegt læsisdagatal sem getur verið skemmtileg leið fyrir börn og foreldra að nýta í sumarfríinu.

https://mms.is/sites/mms.is/files/dagatal_mms_sumarlestur2018.pdf

© 2016 - Karellen