news

Lestrarátak Króks

16. 04. 2018

Eins og undanfarin ár vorum við með lestrarátak í vor. Alltaf er jafn ánægjulegt að sjá hversu mikið er lesið heima fyrir börnin og náði ormurinn um allan leikskólann. Þetta árið voru 943 bækur í bókaorminum og af þeim voru 116 erlendir bókatitlar. Vinsælast var að lesa um Barnastaðabangsana en einnig eru bækurnar um Krakkana í Kátugötu alltaf mjög vinsælar.

Í ár vorum við með nýjung þar sem við vorum með Orðavegg í miðri Gjánni þar sem fólk gat sett orð sem komu fyrir í bókunum og komu mörg skemmtileg orð á vegginn eins og t.d. hljóðsnælda, bálreiður, glorhungraður og að leysa vind.

© 2016 - Karellen