news

Mannréttindadagur barna/Dagur barnasáttmálans

29. 11. 2018

Heilsuleikskólinn Krókur hélt upp á Dag barnasáttmálans þriðjudaginn 20. nóvember. Elstu börn leikskólans fóru í heimsókn í Rauða kross Íslands þar sem Ágústa formaður Grindavíkurdeildar tók á móti þeim, fræddi þau um störf Rauða krossins og fengu börnin að hjálpa til við að tæma fatagáma. Gunnar sjúkraflutningamaður sýndi þeim sjúkrabílinn og bangsann Trausta. Í leikskólanum var Barnasáttmálinn hengdur upp á veggi í máli og myndum. Börnin voru spurð „Hvað er fjölskylda?“ og voru svör þeirra hengd upp í fataherbergjum til fróðleiks og skemmtunar. Börnin horfðu á fræðslumyndbönd um barnasáttmálann. Bókin Rúnar góði var lesin og góðar umræður og fræðsla um barnasáttmálann og réttindi barna fóru fram alla vikuna.

© 2016 - Karellen