news

Menningarmót Króks 2019

23. 05. 2019

Í vor héldum við Menningarmót hér á Króki í annað sinn. Börnin í Stjörnuhóp voru búin að vera að vinna með hugtakið menning og á mótinu fengu þau tækifæri til að kynna sína persónulegu menningu. Þar gátu þau varpað ljósi á áhugamál sín og það sem skiptir þau mestu máli og gerir þau stolt. Börnin komu með hluti að heiman sem þau stilltu upp á sitt svæði og þau voru síðan á svæðinu sínu og spjölluðu við gesti sem komu. Fjölskyldum barnanna var boðið á mótið ásamt börnum leikskólans. Gestum var síðan boðið uppá veitingar þar sem kynnt var matarmenning Króks s.s. heimatilbúið hummus, pestó og sultur. tókst mjög vel og gaman að sjá hvað börnin voru stolt þegar þau voru að kynna sína menningu fyrir gestum.

Markmið með verkefninu er:

Að varpa ljósi á styrkleika barnanna og fjölbreytta menningarheima þeirra.

Að skapa hvetjandi umhverfi, þar sem börn, foreldrar og starfsfólk hittast og kynnast menningu og áhugamálum hvers annars.

Að stuðla að gagnkvæmri virðingu og skilningi.

Að skapa vettvang þar sem börnin sýna hvað er líkt og ólíkt í menningu okkar og áhugamálum.

Að einstaklingar verði meðvitaðir um gildi eigin menningar og upplifi um leið þau jákvæðu áhrif sem það hefur á sjálfsmyndina að veita öðrum innsýn inn í sinn heim.

Að börnin geri sér ljóst að fjölbreytt menning, áhugasvið og ólík tungumál mynda mikilvægt menningarlegt litróf í samfélaginu.


Þeir sem vilja kynna sér frekar framkvæmd menningarmóta geta skoðað heimasíðu Tungumálatorgs

http://tungumalatorg.is/menningarmot/


© 2016 - Karellen