news

Menningarvika Grindavíkurbæjar

25. 03. 2019

Við tókum þátt í hinni árlegu menningarviku Grindavíkurbæjar sem var haldin í mars. Börnin á eldri deildum unnu að sýningu sem heitir Kærleikur í samstarfi við Önnu Sigríði myndhöggvar sem var sett upp í Kvikunni. Börnin á yngri deildum unnu með steina úr náttúrunni og þau verk voru einnig á sýningunni. Við opnun sýningarinnar mættu börnin af eldri deildumog börnin frá leikskólanum Laut og sungu saman nokkur lög.

Börnunum í Stjörnuhópi var boðiðí heimsókní tónlistarskólann þar sem Maxímús Músíkús trítlaði um. Þetta var þriðja ævintýrið um frægustu tónlistarmús Íslands sem var flutt í Tónlistarskóla Grindavíkur í tengslum við menningarviku. Maxímús Músíkús kom í heimsókn ásamt Hallfríði Ólafsdóttur höfundi og Völu Guðnadóttur sögumanni. Nemendur tónlistarskólans sáu um tónlistarflutning.

© 2016 - Karellen