news

Move week/Hreyfivika

25. 05. 2018

Í næstu viku hefst Move week/hreyfivika hjá okkur og erum við með fjölbreytta dagskrá þá viku.

Líkt og margir hafa tekið eftir er búið að setja upp blöðrur í sitthvorn fataklefann. Ætlunin með blöðrunum er að hvetja börn, foreldra, ömmur og afa, systkini og frænkur og frænda að hreyfa sig utan leikskólatíma/vinnutíma. Þegar komið er í leikskólann daginn eftir má setja bolta í blöðruna sem tákn fyrir hreyfinguna sem þið gerðuð heima. Hreyfingin getur verið hvað sem er t.d. göngutúr, boltaíþróttir, sund, útileikir o.s.frv. Hjálpumst að og reynum að fylla blöðruna saman af boltum og njótum þess að hreyfa okkur saman ;).

28. maí – 3. júní 2018

Dagskrá Heilsuleikskólans Króks í hreyfivikunni

Mánudagurinn 28. maí Börnin fara út í stofnanir bæjarins og bjóða fólki upp á hreyfingu af ýmsu tagi.

Þriðjudagurinn 29. maí Íþróttadagur Króks. Börn og kennarar hlaupa víðavangshlaup kl. 10:15 og fá svo ávexti og vatn á skólalóðinni. Síðan verður boðið upp á hreyfistöðvar í garðinum og endum við á að borða saman úti (ef veður leyfir).

Miðvikudagurinn 30. maí Morgunjóga fyrir börn og foreldra kl. 08:15-08:30. Eftir jógastundina verður hafragrautshlaðborð þar sem ýmsar tegundir af meðlæti verða í boði með hafragrautnum.

Föstudagurinn 1. júní Hreyfidagur og allir hvattir til að mæta í íþróttafötum. Klukkan 10:30 verður stór hreyfibraut gerð á útisvæði leikskólans en inni ef veður er okkur ekki hliðhollt.


© 2016 - Karellen