news

Pönnukakan hennar Grýlu

15. 12. 2020

Fimmtudaginn 10. desember kom brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik með sýninguna Pönnukakan hennar Grýlu í leikskólann til okkar í boði foreldrafélagsins. Sagan er unnin upp úr evrópskri þjóðsögu og segir frá hugvitsamri pönnuköku sem nær að flýja steikarpönnu Grýlu með það fyrir augum að ferðast alla leið í arma Jesú litla og foreldra hans sem dvelja svöng og köld í fjárhúsi í Betlehem. En á leiðinni verða margir á vegi hennar sem vilja næla sér í sinn skerf af henni. Börnin sátu mjög spennt yfir sýningunni og fylgdust vel með. Þökkum við Bernd og foreldrafélaginu fyrir frábæra sýningu.

© 2016 - Karellen