news

Skapandi leikskólastarf í Króki

27. 03. 2018

Miðvikudaginn 14. mars síðastliðinn bauð Heilsuleikskólinn Krókur upp á viðburðinn Skapandi leikskólastarf. Faghópur um skapandi leikskólastarf heldur m.a. reglulega viðburði með það að markmiði að skapa jarðveg fyrir skemmtilegan og frjóan hóp meðal fagfólks sem hefur áhuga, metnað og vilja til að styðja við skapandi leikskólastarf. Mæting var mjög góð og sagði Hulda frá starfsháttum skólans og síðan stóð gestum til boða að skoða skólann og ræða við fagfólkið okkar. Voru gestir meðal annars mjög hrifnir af samskiptastefnunni okkar og Menningarmótinu sem við höfðum haldið þann sama morgun. Endaði allur hópurinn síðan á sameiginlegum kvöldverði hjá Höllu. Vorum við mjög ánægðar með hversu vel tókst til og þökkum öllum kærlega fyrir komuna.


Myndir fengnar að láni frá heimasíðu Faghóps um skapandi leikskólastarf

© 2016 - Karellen