news

Sumar og sólblómahátíð Króks

02. 07. 2019

Í byrjun júní var haldin Sumar og sólblómahátíð hér í leikskólanum sem foreldrafélag leikskólans og kennarar stóðu að saman. Markmið hátíðarinnar var að hittast og eiga góða stund saman. Elstu börnin voru með kaffihús þar sem í boði voru kókóskúlur, kaffi og safi til styrktar SOS barninu okkar honum Ricardo sem býr íParaguay. Hægt var að fá andlitsmálun, renna sér niður hólinn í vatnsrennibraut og margt fleira skemmtilegt.

Ánægjulegt er að segja frá því að söfnunin gekk mjög vel og söfnuðust 30.863 kr og erum við foreldrum innilega þakklát að hafa tekið svo vel í þessa söfnun hjá okkur.

Að vera Sólblómaleikskóli felur í sér að leikskólinn styrkir eitt ákveðið barn sem býr í SOS Barnaþorpi með ákveðinni fjárupphæð. Sólblómaleikskólar fá sent til sín tilbúið fræðsluefni þar sem mismunandi lönd eru kynnt. Við fræðumst um önnur lönd, fólkið í landinu og mismunandi menningarheima og sjáum stuttmyndir um líf nokkurra barna þar í landi. Í gegnum verkefnið lærum við hversu mikilvægt það er að bera virðingu fyrir öðrum þó að aðstæður og lifnaðarhættir séu öðruvísi en börnin þekkja úr eigin umhverfi. Þeir sem vilja kynna sér betur sólblómaleikskólaverkefnið geta gert það hér.

© 2016 - Karellen