news

Tannverndarvika Króks

18. 02. 2021

Nú í febrúar var tannverndarvika og í tilefni af henni var tannheilsa og tannhirða áberandi í starfi leikskólans. Rætt var um hvað er hollt og óhollt, plasttennur bustaðar og gerð ýmis verkefni varðandi tannheilsu. Kennarar brugðu á leik og sýndu frumsamið leikrit fyrir börnin: “Solla og skemmda tönnin” við mikla hrifningu. Börnin fengu heim tannbusta og tannkrem sem er gjöf frá foreldrafélaginu.

© 2016 - Karellen