news

Þorrablót Króks

28. 01. 2021

Á bóndadaginn síðastliðinn, 22. janúar, var haldið þorrablót í leikskólanum. Flestir mættu í þjóðlegum fatnaði, lopapeysu, lopasokkur, lopahúfu en í vikunni á undan höfðu börnin útbúið höfuðföt fyrir bóndadaginn. Þennan dag hittust allir í salnum okkar og var hver deild með atriði. Atriðin voru fjölbreytt og skemmtileg og allir höfðu gaman af. Eftir skemmtunina fengu allir að smakka á þorramat. Í vikunni höfðum við verið að kynna okkur ýmislegt tengt gamla tímanum, lékum okkur með leikefni eins og bein, skeljar, leggi, ull o.þ.h. Hefur þessi viðburður verið haldinn í nokkur ár og er alltaf jafn gaman hjá okkur á þessum degi. Látum myndirnar tala sínu máli.

© 2016 - Karellen