news

Umferðarvika á Króki

14. 05. 2020

Í síðustu viku vorum við með umferðarfræðslu. Í ár var fræðslan helguð umferðaröryggi leikskólabarna. Markmiðið var að efla þekkingu barnanna fyrir hættum og reglum sem þarf að vita um til að geta verið öruggur í umferðinni. Lesið, sungið og almenn fræðsla þessu tengt var á deildum og í útinámi. Lúlli löggubangsi kom með Krissa löggu í heimsókn og voru þeir með fræðslu, sungu og gáfu börnunum stimpil á höndina og límmiða.

© 2016 - Karellen