news

Umferðarvika á Króki

31. 05. 2018

Umferðarvikan 2018 var 14.-18. maí og var hún helguð öryggi barna í bíl. Rafrænn bæklingur frá umferðarstofu fór í tölvupósti á hvert heimili.Markmið með umferðarvikunni er að efla þekkingu og næmni barnanna fyrir hættum og reglum sem þarf að kunna til að geta verið öruggari í bíl í umferðinni. Lesið, sungið og almenn fræðsla var á deildum ásamt því að Lúlli löggubangsi kom með Krissa löggu og var með fræðslu, söng og gaf börnunum límmiða og stimpil á hendina. Útisöngstund var á föstudeginum 18. maí með lögum tengdum umferð. Umferðarskólinn, sem er fyrir elstu börnin, verður svo 12. júní klukkan 11:00 og förum við með börnin á leikskólann Laut í ár.



© 2016 - Karellen