news

Umferðarvikan 2019

24. 06. 2019

Umferðarfræðsla vetrarins var helguð reiðhjólum og hjálmum. Markmiðið var að efla þekkingu barnanna fyrir hættum og reglum sem þarf að kunna til að geta verið öruggur á hjóli í umferðinni. Útisöngstund var með lögum tengdum umferð og almenn fræðsla var á deildum og í útinámi. Umferðarskólinn var á leikskólanum Laut í ár og fóru elstu börnin okkar þangað. Börnunum voru kenndar umferðarreglur og að þekkja þær hættur sem þeim ber að varast í umferðinni. Lúlli löggubangsi kom til okkar með Krissa löggu og var með fræðslu um hjálmanotkun, hvenær má sitja í framsæti í bíl og hversu hættulegt getur verið fyrir börn að losa beltið sjálf. Endaði hann svo stundina á að syngja og fengu börnin stimpil á höndina og límmiða.

© 2016 - Karellen