news

Unnur umhverfisungi

20. 05. 2021

Okkur langar að kynna fyrir ykkur Unni umhverfisunga og töskuna hennar.

Í töskunni hennar Unnar umhverfisunga er að finna ýmsan fróðleik sem stuðlar að umhverfisvitund og samfélagskennd hjá börnunum og kennurum, t.d. bækur eins og Rusladrekinn, Bók um tré, loðtöflusögur og bók um moltugerð sem er eftir hana Kristínu okkar á Fjólulundi. Einnig eru upplýsingar um ýmis opinber merki eins og t.d. skrárgatið og Svansmerkið, verkefni sem tengjast flokkun og úrgangi, fræðsluefni frá SOS Barnaþorpinu ásamt upplýsingum um Ricardo sem er SOS barnið okkar sem foreldafélagið er svo frábært að styrkja.

Taskan fer á milli deilda og er tvær vikur á hverri deild þar sem vikurnar eru nýttar í samverustundum og í frjálsum leik til aukinnar umhverfisfræðslu.

Heilsuleikskólinn Krókur flaggaði fyrst Grænfánanum árið 2008 og munum við í haust vonandi flagga honum í sjötta sinn. Grænfánaverkefnið sem rekið er af Landvernd er alþjóðlegt umhverfismenntaverkefni þar sem markmiðið er að styrkja umhverfistefnur skóla, auka umhverfismennt og menntun til sjálfbærni og er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi.



© 2016 - Karellen