news

Skemmtilegt námskeið á skipulagsdegi

24. 06. 2020

Á skipulagsdegi 3. júní var haldið námskeið í því hvernig við getum glætt útisvæðið okkar lífi með því að búa til kveikjur sem örva leikinn og um leið námstækifæri barnanna í útiveru. Námskeiðið var framhald af vinnu kennara á skipulagsdegi fyrr í vetur þar sem hópurinn rýndi saman í hugmyndir, hindranir, tækifæri og áskoranir.

Á námskeiðinu fengum við hugmyndir og unnum að því að útbúa svæði með opnum efnivið sem skapa fjölbreytileika á útisvæðinu og gefa margvísleg námstækifæri. Við lærðum um hlutverk kennarans í að skapa námstækifæri og gleði og hvernig svæðin tengjast grunnþáttum menntunar. Það var Guðmunda Guðjónsdóttir leikskólakennari og áhugamaður um útinám sem hélt námskeiðið sem var lifandi og skemmtilegt.


© 2016 - Karellen