news

Afmæli leikskólans, Dagur leikskólans og Dagur stærðfræðinnar

15. 02. 2022

Afmæli leikskólans er 5. febrúar og í ár héldum við upp á það á föstudeginum 4. febrúar. Þann dag varð Heilsuleikskólinn Krókur 21 árs. Einnig héldum við upp á Dag leikskólans sem er alltaf 6. febrúar og Dag stærðfræðinnar sem er 7. febrúar. Því var áhersla lögð á að hafa sýnilega stærðfræði- og vísindaleiki. Börnin fóru um leikskólann og fundu sér leikefni sem þau höfðu áhuga á að skoða, líkt og kubbar, ljósaborð, vatn, slím, segla, vísindatilraunir, Blue-Bot, I-pad og margt fleira spennandi. Fyrirkomulagið var flæði þannig að allir gátu farið um leikskólann eins og þau vildu. Mikil gleði og ánægja skein úr augum allra og gaman að fá svona skemmtilegt uppbrot í daginn okkar. Allir fengu ávexti og í síðdegishressingunni var afmæliskaka sem rann ljúft niður hjá öllum.


© 2016 - Karellen