news

Dagur læsis

14. 09. 2023

Dagur læsis er 8. september ár hvert en Sameinuðu þjóðirnar Unesco gerðu þennan dag að Alþjóðlegum Degi læsis árið 1966. Markmið með deginum er að fólk alls staðar úr heiminum er hvatt til að skipuleggja læsis- og lestrarviðburði.Í ár komu til okkar nemendur úr 10. bekk í Grunnskóla Grindavíkur og lásu fyrir börnin úr ýmsum barnabókum og spjölluðu við þau auk þess sem þau kíktu á börn sem þau þekktu í leikskólanum. Allir nemendurnir stóðu sig svo vel. Í lokin buðum við þeim uppá ávexti og vatn. Þetta samstarf við grunnskólann er okkur mjög mikilvægt og þökkum við kærlega fyrir heimsóknina.


© 2016 - Karellen