news

Dagur stærðfræðinnar 2023

31. 03. 2023

Þann 14. mars var dagur stærðfræðinnar og því var lagt upp með að hafa stærðfræði og vísindaleiki ráðandi þann daginn. Settar voru upp stöðvar eins og sulluleikur, grjónakar með formum, ýmis borðspil, ljósaborð, Blue bot, spjaldtölvur, ýmsir stærðfræðikubbar, smjásjár o.fl. Fyrirkomulagið var flæði þannig að börnin fóru um allan leikskólann og fundu sér sjálf leikefni sem þau höfðu áhuga á að skoða. Skemmtilegt uppbrot á daglega starfinu og stórir sem smáir nutu sín í botn.

© 2016 - Karellen