news

Dagur umhverfisins

31. 05. 2022

Dagur umhverfisins er haldinn hátíðlegur 25. apríl ár hvert og að sjálfsögðu lögðum við okkar að mörkum. Var farið út fyrir leikskólalóðina að tína rusl og yngri deildir sáum um að fegra leikskólalóðina okkar. Óhætt er að segja að nóg var af rusli eins og myndirnar sýna.

Dagur umhverfisins er tileinkaður Sveini Pálssyni lækni, en hann fæddist árið 1762. Sveinn var læknir, rithöfundur, fræðimaður og mikill ferðagarpur sem var mikill frumkvöðull í rannsóknum á íslenskri náttúru og þá sérstaklega jöklum. Auk þess að vera með þeim fyrstu að vekja athygli á sjálfbærri þróun (https://www.stjornarradid.is/verkefni/umhverfi-og-natturuvernd/vidburdir/dagur-umhverfisins/)


© 2016 - Karellen