news

Endurbætur og ný leiktæki á skólalóð

30. 08. 2023

Í sumar var unnið að því að bæta skólalóðina okkar og voru meðal annars sett upp ný leiktæki. Komið hefur fram í niðurstöðum Skólapúlsins síðustu ár að huga þyrfti að skólalóðinni svo það er ánægjulegt að hægt var að fara í þessar endurbætur. Þann tíma sem covid stóð yfir var lítið hægt að halda viðburði hjá foreldrafélagi skólans og hafði safnast saman peningur vegna þess og ákvað stjórn foreldrafélagsins að leggja upphæð í þessar endurbætur og þökkum við þeim kærlega fyrir það.


© 2016 - Karellen