news

Félags- og tilfinningaþroski barna

14. 10. 2022

Eins og við höfum sagt ykkur áður frá erum við í Erasmus+ þróunarverkefni sem ber heitið BE-CHILD þar sem markmiðið er að styrkja og auka færni leikskólakennara til að styðja við og efla félags- og tilfinningalega hæfni barna. Háskóli Íslands hélt nýverið Menntakviku sem er ráðstefna í menntavísindum og fengum við þar tækifæri til að segja frá verkefninu ásamt Jóhönnu Einarsdóttur og Ingibjörgu Ósk Sigurðardóttur sem eru með okkur í verkefninu fyrir hönd HÍ. Málstofan okkar hét Félags- og tilfinningahæfni leikskólabarna sem lykill að fullgildri þátttöku og sögðum við þar frá verkfærum sem við í Heilsuleikskólanum Króki notum til að efla félags- og tilfinngaþroska okkar barna. Þróunarverkefninu er ekki lokið en hér er slóð á heimasíðu verkefnisins og þangað mun m.a. koma verkfærakista fyrir kennara til að kenna þessa mikilvægu færni https://bechild.hi.is/ og hvetjum við ykkur endilega til að skoða hana. Hér er svo einnig slóð á ágripin fyrir málstofuna ef einhverjir vilja kynna sér þau betur https://menntakvika.hi.is/malstofa-2022/felags-og-tilfinningahaefni-leikskolabarna-sem-lykill-ad-fullgildri-thatttoku/.

© 2016 - Karellen