news

Glæðum útisvæðið

09. 11. 2021

Undanfarið hefur starfsfólk á Króki verið að kynna sér hvernig hægt sé að glæða leik barnanna á útisvæðinu. Við höfum fengið fyrirlestur og námskeið til okkar og leiðbeiningu um hvað sé hægt að gera til að glæða leikinn.Guðmunda Guðjónsdóttir leikskólakennari og áhugamanneskja um útinám kom fyrir nokkru og hélt námskeið fyrir starfsfólk. Námskeiðið var áhugavert og skemmtilegt þar sem ýmsar hugmyndir kviknuðu.Unnið hefur verið að því að útbúa svæði fyrir börnin með opnum efnivið. Efniviðurinn getur verið alls konar, endurnýtanlegt efni, náttúrulegt efni og tilbúið leikefni. Starfsfólk hefur unnið í hópum ýmist úti og inni til að prófa sig áfram og koma með hugmyndir sem hægt er að nýta við leik barnanna. Verkefni þetta, Glæðum útisvæðið, er því í þróun hjá okkur og hefur gefið góða raun og vakið upp mikla gleði, rannsóknartilburði og sköpun hjá börnunum. Myndirnar tala sínu máli.

© 2016 - Karellen