news

Haustfundur Króks

21. 10. 2022

Þriðjudaginn 20. september síðastliðinn héldum við árlega Haustfundinn okkar fyrir foreldra Heilsuleikskólans Króks.

Hulda Leikskólastjóri stiklaði á stóru um starfsemi leikskólans komandi skólaár þar sem foreldrar fengu tækifæri til að ræða og fá lýsingu á starfi leikskólans.

Einnig kom frá Svefnráðgjafafyrirtækinu Betri svefn, Ingibjörg Ragna Malmquist og hélt fyrirlestur um mikilvægi svefns og hvíldar hjá börnum. Við bendum á að fyrirtækið Betri svefn er með heimasíðuna www.betrisvefn.is Þar er m.a. hægt að óska eftir ráðgjöf um svefn barna, hægt að panta bækurnar Svefnfiðrildin og Svefn. Svefnfiðrildin er bók sem er frábær til að lesa fyrir börn og fjallar um mikilvægi svefns og hvíldar.

Á fundinum hafði foreldrafélag leikskólans sinn árlega aðalfund og var ný stjórn kosin og farið yfir ársreikning félagsins. Mjög vel gekk að manna stjórnina og frábært að sjá hvað foreldrar taka vel í að vera þátttakendur í foreldrafélaginu.

Foreldrar fóru í lok fundarins inn á deildar barnanna og hittu kennara. Þar voru ýmis skemmtileg málefni rædd og farið yfir fyrirkomulag náms og leiks barnanna komandi vetur.

Það var mjög góð mæting foreldra og þökkum við fyrir góð viðbrögð við að koma og eiga með okkar góða kvöldstund.

© 2016 - Karellen