news

Lestrarátak og Lubbahátíð

09. 12. 2022

Það var lestrarátak hér í leikskólanum okkur frá 17. október og lauk á degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Lestrarátakið gekk út á að fyrir hverja bók sem var lesin hér í leikskólanum fengu við eitt lubbabein sem hengt var upp á vegg í Gjánni hjá Lubba. Markmiðið var að fylla Lubbafjallið af beinum. Í tilefni af afmæli Lubba, sem er 16. nóvember, og lokum lestrarátaksins héldum við Lubbahátíð 17. nóvember. Við hittumst öll saman í Gjánni, sungum afmælissönginn fyrir Lubba og sungum saman nokkur Lubbalög. Allir fengu Lubbabein (brauð) að borða og fóru svo út að hjálpa Lubba að finna steina með Lubbahljóðum sem var búið að fela á útisvæðinu.

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast efnið um Lubba á heimasíðunni www.lubbi.is

© 2016 - Karellen