news

Öskudagur Króks

31. 03. 2023

Öskudagur var haldinn hátíðlegur 22. febrúar. Börn og kennarar hittust í hreyfisal til að slá köttinn úr tunnunni/kassanum. Þeir sem vildu gátu fengið andlitsmálningu í upphafi og síðan byrjaði skemmtunin á því að marserað var í einum ormi um leikskólann. Yngri deildir byrjuðu að slá köttinn úr kassanum og eldri kláruðu síðan að reyna að opna kassann. Þetta heppnaðist vel og fengu allir tækifæri til að slá áður en að það kom of stórt gat á kassann. Í kassanum var síðan ávaxtanammi sem hægt var að borða á meðan horft var á bíó og í ár varð Encanto fyrir valinu.

© 2016 - Karellen