news

9. bekkur í heimsókn

19. 01. 2023

Í aðdraganda jólanna fengum við skemmtilega heimsókn þegar krakkarnir í 9. bekk grunnskóla Grindavíkur komu í heimsókn til okkar í leikskólann. Sungu þau fyrir okkur nokkur jólalög sem og við fyrir þau og endaði samveran á því að allir sungu saman. Við buðum þeim síðan upp á kakó og mandarínur. Þetta samstarf við grunnskólann er mjög skemmtilegt og gaman að hitta gamla leikskólanemendur og hlusta á þá rifja upp skemmtilegar minningar frá því að þeir voru í leikskólanum.


Með nokkrum myndum

© 2016 - Karellen