news

Sólblómahátíð Króks

07. 07. 2022

Í byrjun júní var loksins hægt að halda aftur sumar og sólblómahátíð hér í leikskólanum sem foreldrafélag leikskólans stóð að með elstu börnunum í leikskólanum. Það var virkilega gaman að hittast og eiga góða stund saman. Foreldrar og börn skemmtu sér mjög vel. Foreldrafélagið bauð t.d. upp á grillaðar pyslur, hestateymingu, skemmtiatriði, andlitstmálningu ásamt því að vera með leikstöðvar. Elstu börnin, Stjörnuhópur, hafði í tilefni dagsins útbúið kókoskúlur sem síðan voru til sölu (frjáls framlög) ásamt kaffi og djús á hátíðinni. Salan rann öll til Ricardo sem er SOS barnið okkar en Heilsuleikskólinn Krókur hefur verið Sólblómaleikskóli í nokkur ár með stuðningi foreldrafélagsins.

Endilega kynnið ykkur hvað felst í því að vera Sólblómaleikskóli, barnaþorpsvinur eða styrktarforeldri inn á www.sos.is

© 2016 - Karellen