news

Þorrablót Króks

27. 01. 2022

bóndadaginn síðastliðinn, 21. janúar, var haldið þorrablót í leikskólanum. Í þetta sinn var fyrirkomulagið þannig að hver deild hafði þorrablót fyrir sig. Börnin hittust á sinni deild til að fagna deginum og halda upp á gamla tímann.Einhverjir mættu í þjóðlegum fatnaði eins og lopapeysu og lopasokkum. Í vikunni höfðu börnin útbúið höfuðföt fyrir bóndadaginn og kynntu sér ýmislegt tengt gamla tímanum. Við lékum okkur með leikefni eins og bein, skeljar, leggi, skel, ull o.þ.h.Allir fengu svo að smakka á þorramat, eins og slátri, hákarli, sviðasultu og harðfiski. Árlega höfum við haldið upp á þennan viðburð og er alltaf jafn gaman hjá okkur á þessum degi.

© 2016 - Karellen