news

Útinám

21. 12. 2021

Á Króki er lagt upp með að hvert barn fari einu sinni í viku í útinám og eru markmiðin með útináminu margvísleg. Í útináminu eflum við alhliða þroska barnsins því þar fær barnið að upplifa og prófa hluti á eigin forsendum. Þar er einnig verið að kynna barninu fyrir fjölbreytileika náttúrunnar, að þekkja sitt nánasta umhverfi og umgangast það með virðingu. Í útináminu lærir barnið reglur sem gilda í umferðinni og hvernig eigi að hegða sér samkvæmt þeim, ásamt því að þol og úthald eykst. Það er svo hlutverk kennaranna að gera stundirnar áhugaverðar svo þær veki áhuga, forvitni og gleði hjá barninu.


© 2016 - Karellen