Velkomin á Gulanes.

Gulanes er önnur af yngri deildum leikskólans. Á Gulanesi eru börn á aldrinum 18 mánaða - 3 ára. Mikið er unnið með frjálsa leikinn og sem dæmi er boðið upp á efni tengt hlutverkaleik, stærðfræði- og vísindatengt efni eins og ýmiskonar kubba og efni tengt sköpun. Unnið er markvisst með könnunarleik, einingarkubba, tónmál og jóga inni á deild þannig að öll börn fara tvisvar í mánuði í það leikefni. Börn frá 18 mánaða til 2ja ára eru mest inni á sinni deild en með því er lögð áhersla á að þau fái góða aðlögun sem gefur þeim öryggi í leikskólanum.

Í Gjánni er boðið upp á hlutverkaleik og leik með holukubba auk þess sem boðið er upp á málörvun í borðleikjum. Í Gjánni sameinast þau börnum af Rauðaseli í leik.

Þau börn sem eru orðin 2 ára fara markvisst í listasmiðju og hreyfisal einu sinni í viku. Í maí sameinast hópar úr listasmiðju og hreyfisal og vinna(leikur) barnanna færist að mestu út. Elstu börn deildarinnar fara auk þess aðra hverja viku í Gjánna í stærðfræði.

Börnunum er skipt upp í tvo hópa. Eldri árgangur er í Sólarhóp en yngri árgangur er í Blómahóp. Í samverustund er meðal annars farið yfir veðurfræðing, sungið, farið í leiki, börnin tjá sig og læra að hlusta á aðra. Söngstund er skipulögð tvo daga í viku á samverutímanum. Fyrir hádegismateru gerðar núvitundaræfingar. Hvíldartími er eftir hádegisverð fyrir þau börn sem sofa og er sögu- og kyrrðastund fyrir þau börn sem sofa ekki. Skipulögð útivera er á hverjum degi.

Netfang Gulaness er gulanes@skolar.is


Hér má sjá fréttir af deildinni okkar

© 2016 - Karellen